Hlutabréf Austvoll Seafood voru skráð í Kauphöllina í Osló í gær og eru skráð sjávarútvegsfyrirtæki því orðin sex talsins í Noregi, segir greiningardeild Glitnis.

?Austevoll aflaði sér nýlega nýs hlutafjár í hlutafjárútboði. Nýja hlutaféið var bæði selt til erlendra og norska fjárfesta. Markaðsvirði félagsins er nú um 7,1 milljarður norskra króna [72,7 milljarðar íslenskra króna] og er félagið því annað stærsta sjávarútvegsfyrirtæki í Kauphöllinni í Osló á eftir Pan Fish.

Verð á hlutabréfum í útboðinu var 39 norskar krónur á hlut og verðið í morgun var litlu hærra, eða 39,6. Stærsti hluthafi Austevoll eftir hlutafjáraukninguna verður eftir sem áður Mögster-fjölskyldan í gegnum fjárfestingarfélagið Laco," segir greiningardeildin.

Hún segir að Austevoll stundi fiskveiðar, fiskeldi og mjöl & lýsisframleiðslu. Um 40% veltunnar kemur frá Suður-Ameríku.

?Félagið er meðal annars umfangsmikið í framleiðslu á fiskimjöli í Chíle og Perú. Í Noregi á Austevoll stærsta flota nótabáta og afla skip þess samtals um 650 þúsund tonnum af uppsjávarfiski á ári. Velta Austevoll er áætluð tæplega 3,5 milljarðar norskra króna á yfirstandandi ári," segir greiningardeildin.