Promens, dótturfélag Atorku, hyggst bjóða 32,5 norskar krónur á hlut fyrir allt útistandandi hlutafé í norska fyrirtækinu Polimoon, sem metur fyrirtækið á á 1,279 milljarða norskra króna (13,3 milljarða króna), samkvæmt upplýsingum frá félaginu.

Tilboðið er háð því að Promens tryggi fjármögnun með sambankaláni sem Landsbankinn mun stýra og hlutafjárráðstöfun sem Atorka og Landsbankinn munu sjá um, segir í tilkynningu.

Fyrirtækið segir einnig að búist sé við að það verði gert eins skjótt og mögulegt er og áður en tilboðið verður lagt formlega fram.

Tilboðið er háð 90% samþykkis, fullnægjandi áreiðanleikamati og samþykki yfirvalda.

Tilboðið er 43,8% hærra en gengi hlutabréfa fyrirtækisins deginum áður en tilboðið var tilkynnt, eða 22,6 norskar krónur.

Promens framleiðir harðplast sem notað er í pakkningar og er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum, velta fyrirtækisins er talin verða um 13 milljarðar króna á þessu ári.