Rannsóknarsetur Háskólans í Reykjavík í áhættustjórnun, Stiki og Landssamtök lífeyrissjóða héldu í síðustu viku ráðstefnu um áhættustjórnun undir yfirskriftinni Lífeyriskerfið – okkar eign og áhætta. Þar voru fluttir fyrirlestrar um lífeyriskerfið og þær hættur sem kunna að steðja að því í náinni framtíð.

Þau Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur í áhættugreiningu FME, Lúðvík Elíasson, sérfræðingur á sviði fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, Steinunn Guðjónsdóttir tryggingastærðfræðingur og Sverrir Ólafsson, prófessor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, fluttu erindi.