Evrópskar vísitölur hafa lækkað nokkuð það sem af er dags. FTSE vísitalan hefur lækkað 0,44%, þýska DAX vísitalan hefur lækkað um 0,3% á meðan BEL20 vísitalan í Belgíu hefur lækkað um 0,44% það sem af er dags.

Eftir tveggja daga langan fund hjá bandaríska Seðlabankanum sem lauk í gær gerðu markaðsaðilar ráð fyrir að markaðir myndu lækka við opnun í dag. Lítið kom frá Ben Bernanke seðlabankastjóra eftir fundinn sem gaf tilefni til bjartsýni á mörkuðum.