Útgjöld hins opinbera á Íslandi námu 45,7% af landsframleiðslu árið 2014. Það er svipað og í Noregi, en 6-12 prósentustigum lægra en á hinum Norðurlöndunum. Meðaltalið í ríkjum ESB var 48,2%.

Hvergi í Evrópu fór lægra hlutfall ríkisútgjalda til almannatrygginga. 22,4% ríkisútgjalda á Íslandi voru vegna almannatrygginga árið 2014, en meðaltalið í ESB var 40,4%. Þá voru ríkisútgjöld til menntunar og ríkisútgjöld vegna afþreyingar, menningar og trúarbragða hvergi meiri en á Íslandi sem hlutfall af landsframleiðslu.

6,7% allra ríkisútgjalda á Íslandi voru vegna afþreyingar, menningar og trúarbragða, en meðaltalið í ríkjum ESB var 2,1%.