Bandaríska munaðarverslunin Saks hefur opinberað áform um að opna 15 þúsund ferfeta verslun fyrir karlkyns viðskiptavini í Dubai, að því er fram kemur á arabíska fréttavefnum ameinfo.  Fyrir er Saks Fifth Avenue-búð í furstadæminu sem hefur verið starfrækt frá árinu 2004. Baugur hefur um skeið sýnt áhuga á Saks og m.a. verið í því sambandi í tengslum við Landmark Group, fjárfestingafélag sem hefur höfuðstöðvar í Dubai. Í október sl. upplýstu forsvarsmenn Baugs að þeir íhuguðu að kaupa Saks og væru reiðubúnir að hefja viðræður við aðra eigendur og stjórn fyrirtækisins. Frekari tíðindi af þeim áformum voru fá. Í byrjun þessa árs átti Baugur um 8,5% hlut í Saks.