Nýlega voru undirritaðir miðlægir samningar í Finnlandi sem gilda frá miðjum febrúar 2005 til loka september 2007, eða í 30,5 mánuði. Samningurinn tekur til 90% launamanna á almennum vinnumarkaði segir í frétt á heimasíðu Samataka atvinnulífsins. Launahækkunin frá 1. mars 2005 er 2,5% og 2,1% frá 1. júní 2006. Launahækkun á samnings-tímanum (tvö og hálft ár) er samkvæmt því 4,6% eða 1,8% á ári að meðaltali.