Ítalska þingið hefur samþykkt björgunaráætlun ríkisstjórnarinnar um að nýta 20 milljarða evra, til þess að bjarga ítölskum bönkum.

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá, munu Ítalir líklegast grípa inn í og bjarga elsta starfandi banka heims, Monte Dei Paschi, á næstu dögum.

Í júlí á þessu ári, féll bankinn á álagsprófi evrópska seðlabankans, en Monte Dei Paschi hefur staðið í undirmálslánastarfsemi um nokkurt skeið.

Bankinn hefur reynt að endurfjármagna sig á árinu, en af þeim fimm milljörðum evra sem bankinn hefur reynt að sækja, hefur hann aðeins náð að tryggja sér um 500 milljónir evra.