Eftir takmörkuð afskipti af gjaldeyrismarkaði í mars virðist Seðlabankinn hafa tekið til við inngrip að nýju í apríl.

Samkvæmt nýbirtum tölum bankans um veltu á gjaldeyrismarkaði nam sala hans á gjaldeyri á millibankamarkaði í apríl ríflega 1,milljarði króna sem jafngildir 28% af heildarveltu á millibankamarkaði í síðasta mánuði.

Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka en þar kemur fram að inngripið er í takt við umsvif bankans á markaði fyrstu tvo mánuði ársins, en í janúar nam gjaldeyrissala Seðlabanka 31% af heildarveltu á millibankamarkaði með gjaldeyri og í febrúar var hlutfallið 39%.

Sjá nánar í Morgunkorni Íslandsbanka.