Fjórir af hverjum tíu erlendum rík­is­borg­urum sem sest hafa að á Íslandi það sem af er árinu 2017 hafa gert það í Reykja­vík. Þetta kemur fram í frétt á vef Kjarnans. Þar segir að erlendum rík­is­borg­urum sem búa í höf­uð­borg­inni hafi fjölgað um 5.580 á tæpum fimm árum.

Þar vekur einnig athygli að erlendir ríkisborgarar eru hlutfallslega miklu fleiri í Reykjavík en Garðabæ. Í frétt Kjarnans segir að það sveit­ar­fé­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem sker sig mest úr í þessum tölum er Garða­bær.

Þar búa ein­ungis 640 erlendir rík­is­borg­arar og þeir eru ein­ungis fjögur pró­sent íbúa sveit­ar­fé­lags­ins. Það þýðir að það eru 23,4 erlendir rík­is­borg­arar í Reykja­vík fyrir hvern erlendan rík­is­borg­ara í Garða­bæ. Það búa tvö þús­und færri í Garðabæ en Reykja­nesbæ alls. Samt búa 2.870 fleiri erlendir rík­is­borg­arar í Reykja­nes­bæ, sem er í um 40 mín­útna akst­urs­fjar­lægð frá Garða­bæ, en þar.

Nánar má lesa um málið á vef Kjarnans.