Sérstakar umræður um stöðu hafrannsókna fara fram klukkan hálftvö á Alþingi í dag. Það er Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi atvinnuvegaráðherra, sem er málshefjandi. Sigurður Ing Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verður til andsvara.

Töluvert hefur verið gagnrýnt að undanförnu að dregið hafi úr fjárframlögum til hafrannsókna. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, gagnrýndi meðal annars í Fréttablaðinu á dögunum að útgjöld til hafrannsókna hafi dregist saman jafnvel þótt veiðigjöld hafi hækkað verulega. Þrátt fyrir þetta væri eitt af grundvallarmarkmiðum stjórnvalda við álagningu veiðigjalda að fjármagna þjónustu við sjávarútveginn.