„Stóra spurningin er hvers vegna íslensk stjórnvöld aðstoðuðu ekki við að halda rekstri flugfélagsins gangandi og fá fleiri fagfjárfesta í hluthafahópinn til ná félaginu í jafnvægi?“ Þetta skrifar Hugh Short, stofnandi og forstjóri bandaríska fjárfestingafélagsins Pt Capital sem m.a. fer með helmingshlut í fjarskiptafélaginu Nova og 75% eignarhlut í Keahótelum, í pistli sem birtist á vefsíðunn i Linkedin.

„Áhrif Wow verða fyrst um sinn bundin við ferðaþjónustuna en svo mun áhrifanna fara að gæta á öðrum mörkuðum eins og verslun, bílasölu og fasteignum. Spurningin er hve hratt önnur flugfélög geti gripið slakan, hve samdrátturinn verður mikill og hver viðbrögð stjórnvalda verða.

Að mínu mati munu tekjur í þeim greinum sem ég nefndi hér að ofan ekki vera skv. áætlunum. Árið 2020 og áfram verða áhrifin að mestu komin fram. Til lengri tíma gæti atburðurinn leitt til meiri þroska á markaði íslenskra ferðaþjónustu þannig að vöxtur verði hægari og fyrirsjáanlegri. Slíkur markaður gæti höfðað meir til efnameiri ferðamanna stuðlað að vaxi í nánara samhljómi við Íslendinga og umhverfið.

„Stóra spurningin er hvers vegna íslensk stjórnvöld aðstoðuðu hvorki við að halda rekstri flugfélagsins gangandi né fá fleiri fagfjárfesta í hluthafahópinn til ná félaginu í jafnvægi? Þannig hefði verið hægt að komast hjá öllu saman,“ skrifar Hugh að lokum.