Klukkan tifar á Swedbank en bankinn er með gríðarlega endurfjármögnunarþörf á næstu 12 mánuðum. Bankinn hefur sótt sér um 664 miljarða sænskra króna í lánsfé, að stærstum hluta með útgáfu skuldabréfa og á næstu 12 mánuðum eru 300 milljarðar sænskra króna á gjalddaga eða um 45% af lánum bankans, segir í frétt á sænska viðskiptavefnum e24.  Kreppan á lánamörkuðum kemur ekki bara ill við íslensku bankana of Swedbank á þannig erfitt með að verða sér úti um lánsfé; fjárfestar eru ófúsir til þess að lána bönkum  fé og allra síst bönkum sem hafi fallið mjög í verði og eru með mikið undir á erlendum mörkuðum. Hvort tveggja á við Swedbank, gengi bréfa bankans hefur snarfallið og bankinn hefur farið í mikla útrás í Eystrasaltslöndunum.  Stjornendur Swedbank útiloka nú þannig ekki að þeir muni leita til sænska seðlabankans ef staðan á lánamörkuðum breytist ekki til hins betra. Þeir vilja hins vegar ekki gefa upp hversu langan tíma bankinn þolir áður en til þess kemur og vona eins og aðrir að ástandið á fjármálamörkuðum lagist.