Tap á rekstri Citigroup á öðrum fjórðungi var minna en búist var við. Tapið nam 2,5 milljörðum Bandaríkjadala en sérfræðingar höfðu búist við tæplega 4 milljarða dala tapi. Tapreksturinn var drifinn áfram af afskriftum að andvirði 7,2 milljarða dala og vaxandi fjármagnskostnaði. Tapið á hvern hlut er 54 sent samanborið við 1,24 hagnað á hlut á sama tíma í fyrra.

Gengi hlutabréfa Citi hækkuðu í kjölfar þess að afkoman var opinberuð. Citi hefur tapað meira en 17 milljörðum síðustu þrjá þriðjunga vegna afskrifta og hækkandi fjármagnskostnaðar.

Afkoma þeirra bandarísku fjármálafyrirtækja sem birt uppgjör sín fyrir annan fjórðung hefur verið misjöfn. Á fimmtudag olli Merrill Lynch fjárfestum vonbrigðum en mun meira tap var á rekstrinum en gert hafði verið ráð fyrir. Hinsvegar var afkoma JPMorgan og Wells Fargo umfram væntingar.