Gengi hlutabréfa færeyska bankans BankNordik rauk upp um rúm 18% þegar best lét í dag eftir birtingu uppgjörs í Kauphöllinni. Bankinn hagnaðist um 32 milljónir danskra króna og var bankastjórinn Janus Petersen hæstánægður með það en bankinn hefur stækkað mikið að umfangi í kreppunni. Þegar yfir lauk hækkaði gengi bréfa bankans um 15,71%.

Aðeins Marel hækkaði í verði í dag, en gengi bréfa félagsins hækkaði um 0,34%.

Gengishækkun BankNordik þrýsti Úrvalsvísitölunni upp um 0,16% og endaði hún í 1.025 stigum í lok dags. Vísitalan hefur aldrei verið jafn há.

Á sama tíma féll gengi hlutabréfa Össurar um 2,45%, bréf Icelandair lækkuðu um 0,5% og bréf Haga um 0,28%.

Janus Petersen, forstjóri Føroya Banka MYND/Bárður Eklund
Janus Petersen, forstjóri Føroya Banka MYND/Bárður Eklund
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Janus Petersen, bankastjóri BankNordik, hefur ástæðu til að brosa eftir mikla hækkun á gengi bréfa bankans.