Það er mat Olli Rehn, yfirmanns stækkunarmála framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að ekki sé vilji til þess innan ESB að Ísland taki tvíhliða upp evru.

Þetta kom fram á fundi Evrópunefndar stjórnmálaflokkanna með Rehn í Brussel í gær.

Illugi Gunnarsson, annar tveggja formanna nefndarinnar, segir að þessi afstaða komi ekki á óvart.

Nefndin verður í Brussel næstu daga þar sem ætlunin er að funda með forsvarsmönnum ESB. Tilgangurinn er meðal annars að afla upplýsinga um stöðu Lissabon-samningsins hjá ESB og efla tengsl.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .