Íslenska tryggingarfélagið VÍS, sem er í eigu Exista, mun að öllum líkindum selja hlut sinn í breska tryggingarfélaginu ICI á næstunni. Stjórnandi innan IGI telur jafnvel að félagið verði selt á næstu tveimur vikum. Orðrómur er um að IGI-samstæðan leiti nú leiða til að fjármagna frekari vöxt

VÍS keypti 54,4% hlut í IGI Group á janúar á síðasta ári og voru æðstu stjórnendur vongóðir um að fyrirtækið gæti vaxið hraðar en áður með nýjum meirihlutaeiganda. Í janúar tryggði VÍS sér einnig forkaupsrétt og þar með tækifæri til að auka hlutinn í 75%.

Nokkrir minnihlutaeigendur í IGI hafa verið selja hluti sína í IGI, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, en ekki er vitað hverjir kaupa. Markaðsaðilar velta fyrir sér hvort að möguleg sé að Exista kaupi IGI af VÍS, en útiloka ekki að þriðji aðili kaupi félagið.