Fyrirtækið Kjarneplið hlaut í gær sérstaka viðurkenningu fyrir að vera yngsta fyrirtækið á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2015.

Kjarneplið sérhæfir sig í framleiðslu á tónlist en það var stofnað árið 2012. Framkvæmdastjóri þess er Sturla Mio Þórisson en hann tók við viðurkenningunni úr hendi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Spurður að því hvernig honum hefur tekist að halda rekstri fyrirtækisins stöðugum í gegnum árin segir Sturla Mio Þórisson, framkvæmdastjóri félagsins, að lykillinn sé að kaupa aldrei neitt nema að þeir hafi efni á því. Hann telur að öll fyrirtæki í skapandi greinum geti verið framúrskarandi ef þau hafi nógu mikið frumkvæði.

Nánar er fjallað um málið í fylgiriti Viðskiptablaðsins um framúrskarandi fyrirtæki sem fylgdi með Viðskiptablaðinu í morgun. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að skrá sig inn .