Tryggvi Þór Herbertsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skipaði þann 8. janúar síðastliðinn sérstaka verkefnisstjórn sem ætlað er að hafa yfirumsjón með undirbúningi og framkvæmd verkefnisins.

Tryggvi Þór mun vinna með verkefnisstjórninni. Tryggvi Þór er fyrrverandi alþingismaður. Áður starfaði hann sem forstjóri Askar Capital, sem var dótturfélag Milestone og efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde í forsætisráðuneytinu. Hann er með doktorspróf í hagfræði frá Árósaháskóla.