Viðskiptaráð Íslands fangar samningi Íslands um viðskipti með landbúnaðarvörur. Þetta kemur fram í tilkynningu fá ráðinu sem þeir birtu á vef sínum í dag.

Nýjir samningar fela í sér aukningu tollfrjálsra heimilda fyrir innflutning landbúnaðarvara, fyrst og fremst alifugla-, svína- og nautakjöts ásamt ostum.

Þá eru tollkvótar fyrir útflutning aukni töluvert en Viðskiptaráð telur að með samningunum skapist ný sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað. Heimild til tollfrjáls útflutnings á lambakjöti er aukinn um 1.500 tonn (81%) og kvóti til tillfrjáls útflutnings á skyri er um það bil tífaldaður.

Vb.is hefur fjallað um yfirlýsingar bænda í svínarækt og alifuglarækt síðustu daga en Viðskiptaráð telur að þær greinar eigi meira skylt til iðnaðarframleiðslu heldur en landbúnað. Dýrin séu ræktur í verksmiðjum, alin á innfluttu fóðri og stór hluti starfseminnar fer fram í eða við þéttbýli.

Nýjir tollkvótar verða áfram seldir hæstbjóðanda af hálfu ríkisins í gegnum uppboðsferli. Viðskiptaráð telur að viðbótartekjur ríkissjóðs vegna þessa geti numið allt að 400 milljónum króna á ári. En beinn ávinningur neytenda minnka sem því nemur og telur Viðskiptaráð að verð á tollvernduðum matvælum muni áfram haldast hærra en í öðrum ríkjum.

Að lokum hvetur Viðskiptaráð stjórnvöld til að afnema innflutningstolla í heild sinni af alifugla og svínakjöti til að tryggja að aukin samkeppni skili sér að fullu til neytenda.