Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri segist ekki hafa veri að vísa í tveggja manna tal milli sín og Aðal­steins Leifs­sonar, fyrr­verandi ríkis­sátta­semjara, er hann greindi frá því að reynt var að hafa á­hrif á vaxta­hækkanir bankans.

Þetta segir Ás­geir í sam­tali við mbl.is.Hann tekur þar fram að hann hafi verið að vísa í sam­töl milli em­bættanna tveggja.

„Ég fjallaði í við­tal­inu al­­mennt um sam­­skipti þess­ara tveggja em­bætta, Seðla­bank­ans og rík­is­sátta­­semj­ara, en ekki í tveggja manna tal eins og haldið hef­ur verið fram,“ segir Ás­geir við mbl.is.

„Ég var ekki að vísa í trúnaðar­sam­­tal tveggja manna, held­ur sam­­skipti á milli þess­ara em­bætta sem fyrr seg­ir. Það hef­ur áður komið fram í fjöl­­miðlum, og fyrr­ver­andi rík­is­sátta­­semj­ari hef­ur upp­­­lýst um það sjálf­ur op­in­ber­­lega, að sam­­skipti hafi átt sér stað á milli þess­ara tveggja em­bætta. Sú upp­­­lýs­inga­­gjöf var al­­ger­­lega í ó­þökk minni enda var Seðla­bank­inn gerður að blóra­böggli fyr­ir því að slitnað hefði upp úr við­ræðum á þess­um tíma,“ bætir Ás­geir við.

Hægt er að lesa við­talið hér.