Fyrirtækin Coca-Cola, Danone og Nestlé hafa verið sökuð um að halda fram villandi fullyrðingum þess efnis að plastvatnsflöskur þeirra séu 100% endurunnar.

Neytendasamtök og tvö umhverfisverndunarsamtök hafa sent formlega kvörtun til Evrópusambandsins og saka fyrirtækin um svokallaðan grænþvott en það er þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um umhverfiságæti eigin vöru

Coca-Cola segir að hægt sé að rökstyðja skilaboðin á umbúðunum sínum og segir Danone að fyrirtækið sé að fjárfesta í endurvinnslu. Nestlé hefur enn ekki viljað tjáð sig um málið.

Kvörtunin til framkvæmdastjórnar ESB beinist að fullyrðingum fyrirtækjanna um að þær plastvatnsflöskur sem fyrirtækin útvega séu annaðhvort 100% endurunnar eða 100% endurvinnanlegar.

Samtökin halda því fram að flöskur séu aldrei gerðar eingöngu úr endurunnum efnum þar sem það er nánast ómögulegt að gera slíkt.

„100% endurvinnsluhlutfall fyrir flöskur er tæknilega séð ekki mögulegt og bara af því flöskur eru gerðar úr endurunnu plasti þýðir það ekki að þær skaði ekki fólkið né plánetuna. Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að mála ekki upp endurvinnslu sem töfralausn fyrir plastvandann – í staðinn ættu þau að einbeita sér að því að draga úr almennri plastnotkun,“ segir Rosa Pritchard, plastlögfræðingur hjá ClientEarth.