Félagið Fáfnir Offshore, sem á og rekur skipið Polarsyssel sem veitir Sýslumanninum á Svalbarða þjónustu samkvæmt langtímasamningi, hagnaðist um 159 milljónir íslenskra króna í fyrra. Tekjur breyttust lítið milli ára og námu 871 milljón króna.

Eigið fé í lok árs var bókfært á 1.578 milljónir króna en eiginfjárhlutfall fór úr 45,9% í lok árs 2022 í 53,4% í lok síðasta árs. Bjarni Ármannsson er stjórnarformaður og stærsti hluthafi félagsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.