Rússneski bílaframleiðandinn Lada stöðvaði í gær framleiðslu í verksmiðju sinni í Izhevsk. Þúsundir starfsmanna hafa verið sendir í leyfi samkvæmt heimildum Wall Street Journal .

Ástæða stöðvunarinnar er skortur á íhlutum. Rússnesk framleiðslufyrirtæki eiga nú erfitt með að greiða fyrir hráefni, íhluti og önnur aðföng vegna lokunnar á aðgangi að greiðslukerfinu SWIFT. Einnig hefur hrun rúblunnar stórhækkað verð á innfluttum vörum.

Lokun verksmiðju Lödu sýnir að viðskiptabann Bandaríkjanna, Evrópulandanna og fleiri ríkja er farið að hafa áhrif á efnahagslífið í Rússlandi.

Verksmiðjan hóf starfsemi árið 1965 í samstarfi við Renault bílaframleiðandann og er í dag hluti af Renault Group. Rússland er næst stærsti markaður samsteypunnar og því gríðarlega mikilvægur. Gengi hlutabréfa Renault hafa lækkað um 38% frá miðjum febrúar þegar margir töldu líklegt að Rússar myndu ráðast inn í Úkraínu.