Íslenskur textíliðnaður, Ístex, hagnaðist um 153 milljónir króna í fyrra, samanborið við 54 milljónir árið áður.

Tekjur námu 1.525 milljónum í fyrra, sem er aukning um ríflega 24% milli ára. Mikil aukning var í sölu á handprjónabandi, eða um 30%, og sængum, eða um 80%.

Samkvæmt skýrslu stjórnar er gert ráð fyrir að rekstrartekjur verði um 1.550 milljónir í ár og að nokkur hagnaður verði af rekstri félagsins. Sigurður Sævar Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ístex.

Fjallað var um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag.