Skiptastjóri þrotabús fiskvinnslufyrirtækisins Marmetis í Sandgerði auglýsti eignir fyrirtækisins til sölu um helgina. Fyrirtækið var stofnað fyrir tæpu ári og gerði fjárfestingarsamning við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið upp á 600 milljónir króna. Það var úrskurðað gjaldþrota 18. febrúar síðastliðinn. Starfsmenn voru um 40 talsins.

Fram kemur í auglýsingu skiptastjóra að fiskverkunarhúsið er 2.366 fermetrar og byggt í fyrra. Það er með nýjum eða nýlegum véla- og tækjakosti.