Fyrsta vél lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun klukkan 7:15 eftir að röskun varð á flugi til og frá landinu vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra milli 2 og 7 í nótt. Síðan hafa 13 flug lent eða eru á áætlun að lenda fyrir klukkan 8.

Fimmtungsaukning farþegar

Icelandair sem hefur um 60% af allri flugumferð um Keflavíkurflugvöll gaf út flutningstölur fyrir maí mánuð, en þá flutti félagið 320 þúsund farþega í millilandaflugi. Það er um 20% aukning frá sama mánuði í fyrra, en framboðsaukning í sætiskílómetrum nam 25%. Sætanýtingin var 77,5% samanborið við 79,7% í maí 2015.

Fraktflutningar í áætlunarflugi jukust einnig eða um 9% frá því á síðasta ári og fjölgaði seldum gistinóttum á hótelum félagsins um 5% miðað við maí 2015. Herbergjanýtingin var 78,4% en hún var 79,0% í maí í fyrra.

25 þúsund farþegar voru í innanlandsflugi og Grænlandsfugi í maí sem er 2% aukning milli ára, en framboð var aukið um 6% frá því árinu á undan. Sætanýtingin jókst um 1 prósentustig og var 71,6%.