*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 15. apríl 2019 18:01

Jet Airways berst í bökkum

Indverska flugfélagið Jet Airways berst í bökkum. Lánveitendur neituðu að veita félaginu neyðarfjármögnun.

Ritstjórn
epa

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum undanfarið og virðist styttast í gjaldþrot þess með hverri mínútunni sem líður. Ástandið hefur nú orðið enn verra, þar sem að félaginu mistókst að tryggja sér neyðarfjármögnun frá lánveitendum sínum. BBC greinir frá.

Í síðustu viku lagði flugfélagið niður öll alþjóðaflug sín og hefur félagið nú fellt niður öll slík flug fram til fimmtudags.

Þar til nýverið var Jet Airways næst stærsta flugfélag Indlands að teknu tilliti til markaðshlutdeildar. Nú eru hins vegar einungis sjö flugvélar eftir í flota félagsins vegna rekstrarerfiðleikanna.

Þúsundir farþega hafa orðið strandaglópar vegna erfiðleika félagsins en skuldir félagsins nema alls rúmlega 1,2 milljörðum dollara.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim