*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 6. febrúar 2015 11:15

Skipulegt kæruleysi hjá Hamborgarabúllu Tómasar

Hamborgarabúlla Tómasar er í 476. sæti á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki.

Ritstjórn

Hamborgarabúlla Tómasar er búin að festa sig í sessi í íslenskri matarmenningu, enda Tommi sjálfur líklega sá maður sem mest gerði til að kynna Íslendinga fyrir hamborgaranum á sínum tíma.

Tómas A. Tómasson, stofnandi og eigandi búllunnar, segir að undanfarin fjögur til fimm ár hafi verið nálægt 20% söluaukning frá ári til árs.

„Þetta er sambland af aukinni hamborgarasölu og svo einhverjar verðhækkanir en við forðumst það eins og heitan eldinn að hækka verð nema það sé algerlega óhjákvæmilegt. Sú var til dæmis raunin nú um áramótin þegar virðisaukaskattur fór úr 7% í 11%. Við þökkum þessa söluaukningu m.a. einfaldleika matseðils, stöðugri yfirlegu og því að hafa að leiðarljósi gæði, góða þjónustu og, umfram allt, stöðugleika.“

Hann segir Hamborgarabúlluna byggða upp á skipulegu kæruleysi.

„Við reynum að vera „classless“ og höfða til fólks. Draumurinn er að vera ekki í tísku heldur bara vera hluti af kúltúrnum. Þegar þú kemur á búlluna þá ertu kominn til að fá þér góðan borgara og fara. Þetta er svona eins og góð B bíómynd. Hún er skemmtileg meðan á henni stendur og maður er alltaf tilbúinn að sjá aðra.“

Nánar er spjallað við Tomma í sérblaði Viðskiptablaðsins um framúrskarandi fyrirtæki sem unnið var í samstarfi Creditinfo. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim