Stefán Eiríksson hefur verið ráðinn í starf borgarritara. Stefán hefur áður starfað sem sviðsstjóri velferðarsviðs frá 1. september 2014 en hann hafði áður starfað sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2007. Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Reykjavíkurborgar.

„Á árunum 2002- 2006 starfaði Stefán sem skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra dóms- og kirkjumálaráðuneytis, á árunum 2007-2014 sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og frá 2014 sem sviðsstjóri velferðarsviðs. Stefán lauk embættisprófi í lögfræði (Cand.jur) frá Háskóla Íslands í febrúar 1996 og hdl. 1997 og hefur hann sótt fjölda námskeiða, sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi og verið fyrirlesari á ýmsum vettvangi, m.a. í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands,“ segir meðal annars í tilkynningunni.