*

fimmtudagur, 19. apríl 2018
Innlent 10. júlí 2017 08:28

Stefnir selur í Högum

Sjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags Arion banka, hafa selt tæplega fjögur prósenta eignarhlut í Högum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um þá hefur hlutabréfaverð Haga lækkað jafnt og þétt síðan vöruhús Costco opnaði í lok maímánaðar. Á sama tíma er ljóst að fjárfestingarsjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags Arion banka, hafa verið að minnka hlutdeild sína í félaginu.

Hefur þannig Stefnir-ÍS 15 selt hlutabréf sem jafngilda 3,4 prósentustigum af heildareign félagsins, og fært stöðu sína úr 8,7% niður 5,3%. Á tímabilinu fór sjóðurinn úr því að vera þriðji stærsti hluthafi félagsins niður í að vera sá sjötti stærsti. Er eignarhluturinn nú að andvirði 2,37 milljarða króna að því er Vísir greinir frá.

Á þessu tímabili hefur markaðsvirði félagsins lækkað um sextán milljarða. Stefnir-ÍS 5, sem er annar sjóður í stýringu Stefnis, hefur einnig dregið úr hlut sínum í Högum. Var hlutdeild hans í félaginu 2,28% í byrjun júní en nú er hún 1,86%.

Stikkorð: Arion banki Hagar Stefnir Costco hlutabréfaverð