Í samstarfi við 66°Norður gefur Ýrúrarí gölluðum peysum nýtt líf með því að móta bætur úr afskornum efnisbútum úr framleiðslu fyrirtækisins. Ýrúrarí er listamannsnafn textíllistakonunnar Ýrar Jóhannsdóttur en hún hefur verið að hanna peysur frá árinu 2012. Síðastliðin ár hafa verk hennar þróast yfir í endurvinnsluverkefni á notuðum peysum sem hún glæðir nýju lífi með litríku handverki.

Af hverju byrjaðirðu endurnýta gamlar vörur og af hverju skiptir endurnýting máli?

Þessi endurvinnsluþróun hjá mér hefur gerst á nokkuð náttúrulegan máta. Upprunalega var ég að búa til flíkur frá grunni, sem var bæði seinlegt og mér þótti frekar tilgangslaust þar sem það er allt morandi í textíl í heiminum, meira en nóg til. Þannig að þetta hefur þróast bæði á praktískan og umhverfisvænan máta hjá mér, minn stíll og handverk á vel við þegar kemur að fataviðgerðum.

Með þessari endurnýtingarnálgun í mínum verkefnum sem Ýrúrarí get ég bæði unnið á skapandi hátt en einnig bjargað einni og einni flík frá því að enda jafnt hratt á ruslahaug og hún myndi annars gera. En það er auðvitað umhverfisvænt að fullnýta hvern einasta hlut frekar en að vera sífellt að endurnýja allt með nýju dóti úr nýju hráefni. Þá er líka um að gera að skoða hvort ekki sé hægt að breyta hlutunum sem maður á nú þegar, og er komin með leið á, og gera þá aftur áhugaverða.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði