Tveir framtakssjóðir í stýringu Alfa Framtaks færðu upp virði eignarhluta í félögum um alls 5 milljarða króna á síðasta ári.

Hlutir sjóðanna í Travel Connect og Origo báru hækkanirnar uppi með um 3,6 milljarða króna hækkun sín á milli.

Bókfærð gangvirðisbreyting á félögum í eigu sjóðsins Umbreyting I slhf. nam alls tæpum 2,9 milljörðum króna, en stærsta hluta þess má rekja til ríflega tvöföldunar í bókum eins af dótturfélögum sjóðsins á virði 26% eignarhlutar í ferðaþjónustufyrirtækinu Travel Connect, sem í lok síðasta árs hljóðaði upp á 3,9 milljarða. Sjóðurinn keypti hlutinn árið 2021 á 900 milljónir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út síðastliðinn miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.