1.200 milljarða króna samruni tveggja lúxusveskjaframleiðenda fær ekki að ganga í gegn að óbreyttu samkvæmt ákvörðun bandarískra samkeppnisyfirvalda.

Viðskiptastofnunin (e. FTC) – sem fer með stjórn málaflokksins á alríkisstiginu þar í landi – telur umsamda 8,5 milljarða dala yfirtöku Tapestry á einum helsta keppinaut sínum, Capri Holdings, myndu veita sameinuðu félagi of mikið markaðsafl á markaði fyrir dýrari handtöskur, auk þess sem það hefði veruleg ítök sem vinnuveitandi.

Samrunaaðilarnir tóku niðurstöðunni ekki þegjandi og hljóðalaust og hafa lýst því yfir að þeir hyggist leita til dómstóla til að færa rök fyrir máli sínu og fá ráðahaginn samþykktan.