Tekjur eins stærsta byggingaverktakafyrirtækis landsins, ÞG Verks, námu 13,7 milljörðum króna í fyrra og hækkuðu um 5 milljarða á milli ára eða um 57%.

Hagnaður ársins nam 453 milljónum króna sem er fjórfalt meira en í fyrra þegar hann nam 112 milljónum króna.

Eigið fé félagsins nam 3,1 milljörðum króna í árslok 2022. Stjórn félagsins leggur til við aðalfund að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 200 milljónir króna á árinu 2023.

Forstjóri og eigandi félagsins er Þorvaldur Gissurarson, sem stofnaði félagið árið 1998.

ÞG verktakar

2022 2021
Tekjur 13.738 8.733
Eignir 6.254 4.199
Eigið fé 3.147 2.801
Hagnaður 453 112
Lykiltölur í milljónum króna.