*

sunnudagur, 26. maí 2019
Erlent 14. nóvember 2018 13:05

630 milljóna dollara erfðafjárskattur

Stjórnarformaður LG flokkast ekki sem milljarðamæringur vegna gífurlegra hás erfðafjárskatts í Suður-Kóreu.

Ritstjórn
Koo Kwang-mo, stjórnarformaður LG og milljarðamæringur í flestum öðrum löndum heimsins en Suður-Kóreu, er lengst til vinstri á myndinni.
epa

Í flestum löndum í heiminum væri Suður-Kóreu maðurinn Koo Kwang-mo milljarðamæringur. En sökum gífurlega hás erfðafjárskatts í heimalandi hans er hann ekki, alla vega enn sem komið er, kominn á lista yfir milljarðamæringa. Bloomberg greinir frá þessu.

Fyrrnefndur Kwang-mo er stjórnarformaður raftækjaframleiðandans LG og varð hann stærsti hluthafi fyrirtækisins eftir að faðir hans féll frá í maí síðastliðinn. Hann erfði 8,8% hlut eftir föður sinn í fyrirtækinu við fráfall hans og á samtals 15% hlut í fyrirtækinu í kjölfar þess. Hlutur hans er metinn á 1,55 milljarða dollara.

Erfðafjárskattur í Suður-Kóreu er meðal þeirra hæstu í heimi, en þegar heildarfjárhæð arfs er hærri en 2,7 milljónir dollara, getur skattheimtan numið allt að 50%. Auk þess bætist aukalega við 20% skattur þegar hlutur stærstu hluthafa fyrirtækja gengur milli sem arfur.

Sökum þessa bíður Kwang-mo vænn reikningur frá skattayfirvöldum, sem nemur rúmlega 630 milljónum dollara. Systur hans erfðu svo hvor um sig 2,5% hlut í LG eftir föður sinn og þegar þeirra hlutir eru teknir með inn í jöfnuna þá hækkar reikningurinn enn meira. 

Fjölskyldan hyggst borga erfðafjárskattinn að fullu á fimm árum og mun fyrsta greiðslan verða innt af hendi í lok nóvember mánaðar. 

Stikkorð: LG Koo Kwang-mo
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim