*

föstudagur, 22. september 2017
Innlent 19. ágúst 2012 11:15

Allt selt á nauðungarsölu

Engar eignir fundust í búi Leirholts á Selfossi enda voru fastafjármunir seldir á uppboði áður en búið var tekið til gjaldþrotaskipta.

Ritstjórn
Ozone hárstúdíó starfaði um árabil á Selfossi.

Skiptum á þrotabúi verktakafyrirtækisins Leirholts ehf. lauk á dögunum, en það var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl á þessu ári. Í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu segir að engar eignir hafi fundist í búinu og því hafi skiptum lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, sem námu alls 52,9 milljónum króna.

Saga félagsins er áhugaverð, en það er stofnað árið 1998 sem hárgreiðslustofan Ozone hárstúdíó á Selfossi. Einhvern tíma á tímabilinu 2003 til 2008 breyttist nafn félagsins í Gildurás ehf. og síð- ar í Leirholt ehf. Samkvæmt sam- þykktum félagsins frá árinu 2010 hefur tilgangi þess verið breytt og rekstur hársnyrtistofunnar er horfinn þar úr.

Íslandsbanki var aðalkröfuhafi félagsins og átti veð í eignunum, að sögn Ásbjörns Jónssonar skiptastjóra. Hann segir að þessi nauðungarsala hafi farið fram löngu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta og skýrir það af hverju engar eignir voru í búinu þegar að skiptum kom í vor.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Skiptalok