*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 24. október 2015 16:20

Björn Valur áfram varaformaður VG

Björn Valur Gíslason hafði betur gegn Sóleyju Björk Stefánsdóttur í varaformannsslagnum.

Ritstjórn
Björn Valur Gíslason verður áfram varaformaður VG.
Haraldur Guðjónsson

Björn Valur Gíslason hlaut í dag endurkjör sem varaformaður Vinstri grænna, en kosið var á landsfundi flokksins á Selfossi. Frá síðasta landsfundi hefur Björn Valur gegnt stöðunni og heldur hann því áfram.

Allt benti til þess að Björn Valur yrði sjálfkjörinn til embættisins en í gær ákvað Sóley Björk Stefánsdóttir að bjóða sig fram gegn honum. Björn Valur hlaut 93 atkvæði af 156 og Sóley Björk 50. 12 seðlar voru auðir og einn ógildur. Þakkaði Björn Valur fyrir stuðninginn að loknu kjöri.

„Ég kýs einnig að túlka aðdrag­anda þessa kjörs sem ábend­ingu um að ég geti gert bet­ur,“ hefur mbl.is eftir Birni Val úr sigurræðu hans.

„Mik­il­væg­ast er þó að við göng­um út af þess­um fundi und­ir traustri for­ystu og Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og þeirr­ar stjórn­ar sem þið kjósið hér í dag, að við stund­um heil að baki þeirri niður­stöðu sem hér mun verða.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim