*

mánudagur, 23. apríl 2018
Innlent 7. mars 2016 17:25

Eignir seðlabankans jukust um 13,2 milljarða króna

Eignir Seðlabanka Íslands námu 941,6 milljörðum um mánaðamótin. Skuldir námu 878,3 milljörðum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heildareignir Seðlabanka Íslands námu 941,6 milljörðum króna í lok febrúar og hækkuðu um 13,2 milljarða í mánuðinum. Af heildareignum námu innlendar eignir 220,6 milljörðum króna og hækkuðu um 20,6 milljarða í mánuðinum. Erlendar eignir námu 721 milljörðum króna og hækkuðu um 13,2 milljarða í febrúar. Heildareignir utan ESÍ ehf. námu 826,7 milljörðum króna og hækkuðu um 13,3 milljarða í mánuðinum. Kemur þetta fram á vefsíðu Seðlabankans.

Skuldir Seðlabanka Íslands námu 878,3 milljörðum í lok febrúar og hækkuðu um 13,2 milljarða í mánuðinum. Innlendar skuldir námu 839,3 milljörðum króna og hækkuðu um 13,1 milljarða í mánuðinum. Erlendar skuldir námu 39 milljörðum og hækkuðu um 89,4 milljónir króna í febrúar.

Stofnfé og annað eigið fé Seðlabanka Íslands nam 61,1 milljörðum króna í lok febrúar.

Stikkorð: Seðlabankinn