*

mánudagur, 28. maí 2018
Innlent 15. mars 2017 19:10

Fóru langt með að kaupa Parken

Birgir Bieltvedt segir í samtali við Viðskiptablaðið að hópur fjárfesta, sem hann tilheyrði, hafi farið langt með að kaupa ráðandi hlut í Parken í Danmörku.

Ásdís Auðunsdóttir
Haraldur Guðjónsson

Birgir Bieltvedt hefur verið umfangsmikill í fjárfestingum sínum allt frá árinu 2004, jafnt hér á landi sem erlendis og velta félög þau sem hann er leiðandi fjárfestir í yfir 10 milljörðum króna og hjá þeim starfa yfir 1.000 manns.

Það leið í raun mjög stuttur tími frá því Birgir hóf fyrst að fjárfesta og þar til að efnahagshrunið dundi yfir en hann segist þó fyrst og fremst minnast tímans fyrir hrun sem mjög skemmtilegum.

„Það er fullt af viðskiptahugmyndum og viðræðum sem áttu sér stað, sem fáir vita um en urðu ekki að veruleika. Ég tók þátt í mörgum fjárfestingum en ég tók þátt í ennþá fleiri fjárfestingapælingum og þær voru margar hverjar mjög áhugaverðar. Hópur fjárfesta fór til að mynda mjög langt með að kaupa ráðandi hlut í Parken, þjóðarleikvangi Dana, þetta varð að endingu ekki að raunveruleika en þessi áform fóru mjög langt.

Það er auðvitað mikil forréttindi að hafa fengið að vera hluti af þessu og maður lærði mjög mikið en ákvarðanir voru gjarnan teknar á svipstundu og þegar það er gert eru oft teknar rangar ákvarðanir. Í sjálfu sér réð enginn við þetta efnahagshrun sem átti sér stað sem og það var að mörgu leyti sérstaklega óheppilegt fyrir mig að það hafi átt sér stað á þessum tíma þar sem að við vorum í startholunum með mörg mjög áhugaverð verkefni.

En þegar maður horfi í bakspegilinn þá skilur maður ástæðuna fyrir því og mín skoðun er sú að þeir sem ég þekki og upplifðu þessa tíma hafa lært ýmislegt. Það skiptir m.a. mestu máli að skuldsetja sig ekki of mikið en maður óttast auðvitað að umhverfið sé að verða aftur svipað því sem var á þessum tíma, maður finnur fyrir ákveðinni þenslu og bólumyndun.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Uppbygging hótels og nýrrar göngugötu í miðbænum
  • Umfjöllun um breytingar á stöðu innanlandsflugsins
  • Könnun meðal félagsmanna SI um viðhorf til efnahagsaðstæðna
  • Fjármál orkuveitunnar eru tekin til ítarlegrar skoðunar
  • Aukna vitund um vörumerkjaskráningu meðal stjórnenda
  • Nýjar markaðs- og söluleiðir fyrir íslensk fyrirtæki 
  • Stækkun framkvæmdastjórnar hjá Brandenburg
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um formannskjör í VR.
  • Óðinn skrifar um afnám gjaldeyrishafta.