*

sunnudagur, 16. desember 2018
Innlent 24. júní 2018 12:20

Hagnaður Já eykst lítillega

Já hagnaðist um 112,8 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 100,8 milljónir króna árið áður.

Ritstjórn
Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já.
Haraldur Guðjónsson

Þjónustufyrirtækið Já hagnaðist um 112,8 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 100,8 milljónir króna árið áður. 

Rekstrarhagnaður félagsins nam 161,7 milljónum og eignir námu um einum milljarði króna. Eiginfjárhlutfall var 42,7% í árslok 2017. 

Félagið greiddi 200 milljónir króna í arð til hluthafa sinna á árinu 2017. Já er nánast eingöngu í eigu Eignarhaldsfélagsins Njálu sem á 99,9% hlut í félaginu.