*

miðvikudagur, 23. janúar 2019
Innlent 10. nóvember 2013 14:25

Hörður vakti mikla athygli

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segist mjög ánægður með þann áhuga sem Íslendingum er sýndur.

Ritstjórn
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar vakti athygli.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Óhætt er að segja að kynning Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, hafi vakið mesta athygli á ráðstefnu um íslenska orkuvinnslu og orkuútflutning, sem Bresk-íslenska viðskiptaráðið gekkst fyrir í samvinnu við viðskiptafréttastofuna Bloomberg. Landsvirkjun er með lykilinn að sæstrengsverkefninu í sínum höndum ef af yrði. Í samtali við Viðskiptablaðið undirstrikaði Hörður þó að ekkert væri ákveðið í þeim efnum og að því yrði ekki nema að undangenginni víðtækri umræðu og fenginni breiðrisamstöðu þar um.

„Við erum mjög ánægð með þessa ráðstefnu og þann áhuga sem Bretar eru að sýna íslenskum orkumálum. Ekki síst þessu verkefni um orkuflutning með sæstreng, en það má segja að við séum heppin með tímasetningu. Það er mikil gerjun í orkugeiranum í Bretlandi, þeir eiga við mörg vandamál að etja og horfa mjög í kringum sig eftir lausnum. Við höfum góða orku að bjóða, stýranlega og stöðuga, áreiðanlega og endurnýjanlega, sem aukinheldur er á mjög samkeppnishæfu verði.

Ekki svo að skilja að hún verði beinlínis ódýr hingað komin, en miðað við orkubúskapinn í Bretlandi yrði verðið vel viðunandi. En við heyrum það líka á Bretunum, að það er ekki síst stýranleikinn sem þeim hugnast, líkt og var sérstaklega fært í tal á ráðstefnunni, bæði af orkumálaráðherranum fyrrverandi, Charles Hendry, og fulltrúa veitufyrirtækisins National Grid.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Stikkorð: Landsvirkjun