*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 16. október 2018 15:30

Kröfur í Primera nema 16,4 milljörðum

Kröfur í danska hluta þrotabús Primera air nema um 16,4 milljörðum króna. Endanlegar tölur um kröfur liggja þó ekki fyrir.

Ritstjórn
Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Greint var frá því laugardaginn síðastliðinn að danska félagið Travelco, sem er í eigu Andra Más Ingólfssonar, hafi keypt allar ferðaskrifstofur fyrirtækisins Primera Travel Group. Ástæðan fyrir kaupunum var gjaldþrot Primera air sem Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um

Í frétt danska miðilsins Jyske Vestkysten kemur fram að kröfurnar í danska hluta þrotabús Primera air nemi um 16,4 milljörðum króna. Jafnframt kemur fram að endanlegar tölur um eignir og kröfur félagsins liggi ekki fyrir en eignir búsins eru nú metnar á hálfan milljarð. 

Flugrekstri Primera air var skipt milli danskra og lettneskra dótturfélaga og eiga ofannefndar tölur aðeins við um það þrotabú þess danska. Það staðfestir danskur skiptastjóri í samtali við vefsíðu Túrista

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim