*

föstudagur, 24. maí 2019
Frjáls verslun 10. mars 2019 15:25

Lærði að reka starfsmenn

Andri Heiðar Kristinsson, stofnandi Gulleggsins og Travelade, fór í frumkvöðlanám í Stanford háskóla.

Höskuldur Marselíusarson
Andri Heiðar Kristinsson fór að vinna hjá LinkedIn eftir nám í frumkvöðlafræðum hjá Stanford háskóla, en rekur nú sitt eigið fyrirtæki, Travelade hér á Íslandi.
Haraldur Guðjónsson

Eftir að hafa rekið sig á hve litlar upplýsingar og lítil aðstoð var fyrir frumkvöðla að stofna fyrirtæki kom Andri Heiðar Kristinsson á fót frumkvöðlakeppninni Gullegginu hér á landi, sem fleytti honum í Stanford. Þvínæst starfaði hann hjá ört vaxandi tæknifyrirtæki í Kísildalnum en ákvað að koma heim á ný með hugmynd að nýstárlegu fyrirtæki í maganum, en hann rekur nú frumkvöðlafyrirtækið Travelade.

Spurður hvað í MBA náminu í Stanford háskóla hafi nýst honum best í störfum sínum segir Andri Heiðar Kristinsson það hafa verið áherslan á það sem er kallað tilfinningagreind í stjórnun.

„Við lærðum hvernig eigi að byggja upp teymi, hafa samskiptin á vinnustað, hvernig þú hvetur starfsfólkið áfram og öllu því sem skiptir máli í því hvernig stjórnendur dagsins í dag eiga að vera. Þetta snýst mikið um að læra að lesa í aðstæður og hvað skiptir fólk máli og vera meðvitaður um hvaða áhrif orðin manns, aðgerðir og hegðun hafa á annað fólk.

Við komum öll frá ólíkum bakgrunni og ólíkri reynslu. Þannig að ef ég segi sama hlutinn við tvo mismunandi aðila, þá geta þeir upplifað hann á mjög mismunandi vegu, eftir því hvers konar einstaklingar þeir eru og hvaða bakgrunn þeir hafa. Eitt praktískt dæmi sem stjórnendur eru alltaf að takast á við, eru breytingar á starfsfólki, því stundum þurfa stjórnendur að láta starfsfólk fara.“ nefnir Andri Heiðar sem segir kennarana hafa brugðið sér í hlutverk erfiðra starfsmanna sem segja þurfti upp.

„Kennararnir tóku það hlutverk mjög alvarlega, og voru mjög erfiðir í hlutverkaleik sem við fórum í til að æfa hvernig við gætum sagt starfsmönnum upp þannig að það stuði sem minnst og tryggi sem best samskipti við viðkomandi í framtíðinni. Við lærðum af því að mestu máli skiptir að uppsögnin hafi sem minnst áhrif á fyrirtækið, og hjálpi starfsmanninum sem er að missa vinnuna á sem bestan hátt að takast á við það áfall sem slíkt getur verið og horfa til framtíðar.“

Greinin í heild birtist í tímariti Frjálsrar verslunar um fólk á uppleið í atvinnulífinu. Hægt er að kaupa tölublaðið hér eða gerast áskrifandi að Frjálsri verslun hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim