*

þriðjudagur, 24. október 2017
Innlent 19. maí 2017 09:45

Leggja til frestun á VSK-hækkununum

Fjárlaganefnd leggur til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað og að eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli verði seldar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Boðuð hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu hefur vakið litla lukku innan greinarinnar, en talsmenn hótela og annara ferðaþjónustufyrirtækja hafa gagnrýnt stjórnvöld harkalega.

Meirihluti fjárlaganefndar hefur nú lagt til að umræddri virðisaukaskattshækkun verði frestað, en í staðinn verði álagning komugjaldsins íhuguð.

Fjárlaganefndin hefur að sama skapi hvatt til þess að eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli verði seldar.