*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Fólk 12. júní 2012 11:43

Mannabreytingar í stjórn FVH

Þrír stjórnarmenn hjá Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga hættu um mánaðamótin og komu nýir menn inn í þeirra stað.

Ritstjórn

Þrír stjórnarmenn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) gengu úr henni á aðalfundi félagsins um síðustu mánaðamóti og tóku þrír nýir sæti þeirra. 

Elín Þórðardóttir kom ný inn í stjórnina og tók við starfi gjaldkera af Guðmundu Kristjánsdóttur. 

Einnig komu ný inn í stjórnina Dögg Hjaltalín sem tók við af Stefáni Kalmanssyni sem formaður ritnefndar og Birgir Már Guðmundsson sem tók við sem fulltrúi samstarfsfyrirtækja. 

Stjórn félagsins fyrir komandi starfsár er þannig skipuð:

  • Formaður stjórnar: Örn Valdimarsson
  • Varaformaður: Esther Finnbogadóttir
  • Gjaldkeri: Elín Þórðardóttir
  • Formaður kjaranefndar: Gerða B. Hafsteinsdóttir
  • Formaður fræðslunefndar: Sigríður Hallgrímsdóttir
  • Formaður ritnefndar: Dögg Hjaltalín
  • Meðstjórnandi: Benedikt K. Magnússon
  • Fulltrúi hagfræðinga: Daði Már Kristófersson
  • Fulltrúi landsbyggðar: Geir Gíslason
  • Fulltrúi samstarfsfyrirtækis: Birgir Már Guðmundsson

Stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga.