*

sunnudagur, 26. maí 2019
Fólk 29. nóvember 2018 14:10

Nýr viðskiptastjóri til SI

Lárus M. K. Ólafsson hefur verið ráðinn nýr viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins.

Ritstjórn
Lárus Ólafsson, nýr viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI.
Aðsend mynd

Lárus M. K. Ólafsson hefur verið ráðinn nýr viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins og mun auk þess sjá um orku- og umhverfismál fyrir samtökin. Lárus mun hefja störf 1. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SI.

Lárus er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og hefur sérhæft sig á sviði umhverfis- og auðlindamála. Hann hefur starfað sem lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Áður starfaði Lárus sem yfirlögfræðingur Orkustofnunar og var jafnframt staðgengill orkumálastjóra. Hann starfaði einnig sem lögfræðingur hjá iðnaðarráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. Þá hefur Lárus annast kennslu á sviði umhverfis- og auðlindaréttar ásamt því að vera prófdómari við Háskóla Íslands á framangreindum sviðum.

Stikkorð: SI
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim