*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 25. nóvember 2014 13:55

Segja SS ekki hafa lækkað verð til neytenda

Framkvæmdastjóri Svínaræktarfélagsins segir Sláturfélag Suðurlands hafa þrýst innkaupsverð á svínakjöti niður.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hörður Harðarson, framkvæmdastjóri Svínaræktarfélags Íslands, segir að Sláturfélag Suðurlands (SS) hafi frá því um síðustu áramót þrýst innkaupsverði á svínakjöti niður um 9%. Hann segir að þrátt fyrir þetta hafi lækkunin ekki skilað sér til neytenda. Þetta kemur fram í Bændablaðinu.

Hörður segir að aðrir sláturleyfishafar en SS hafi ekki lækkað verð til bænda. „Enda ábyrgir aðilar þar sem vita að búin verða ekki rekin ef verð til bænda er of lágt,“ segir hann.

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir að venjulega tjái fyrirtækið sig ekki að fyrra bragði um mál sem þessi.

„Innkaupsverð á svínakjöti sveiflast upp og niður í samræmi við framboð og eftirspurn en þó er það ekki alltaf þannig að verð til neytenda á öllum vörum hækki eða lækki með sama hætti og verð til bænda," segir Steinþór í viðtalið við Bændablaðið. „Hrávara tekur hröðum breytingum en verð á fullunnum vörum breytist hægar og reynt að halda meiri stöðugleika í verði þeirra."

Steinþór segir að SS hafi í síðustu viku lækkað heildsöluverð á ýmsum vörum sem unnar séu úr reyktu og söltuðu svínakjöti. Auk þess hafi útsölur á svínakjöti verið algengar undanfarið.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim