Steinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir málflutning FA hafa gengið út á að heildsalar vilji fá kvótana gefins.

Hann segir uppboð á innflutningskvóta vera afar skilvirka og gegnsæa leið til að allir sitji við sama borð.Þannig bjóði hver aðili það gjald sem hann telur að hann geti lagt á vöruna við sölu. Ríkissjóður fær síðan gjaldið sem innflytjendur bjóða.

Hann segir jafnframt að núverandi fyrirkomulag tryggi það að allur ávinningur skili sér til neytenda og krafa FA um að hætt verði að bjóða út innflutningskvóta er því krafa um að færa verulega fjármuni frá neytendum til heildsala.

Vegna formgalla sem varð á framkvæmd útboða á tollkvóta var fyrirkomulagið daæmt sem ólögleg skattheimta. Því endurgreiddi ríkissjóður innflytjendum 3.000 milljónir króna.