Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Þorgerður Katrín er nú forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins (SA). Ef hún fer í framboð verður hún annar starfsmaður SA sem býður sig fram fyrir Viðreisn því fyrir skömmu ákvað Þorsteinn Víglundsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra SA, um framboð.

Þorgerður Katrín var þingmaður á árunum 1999-2013. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að hún hefði íhugaði forsetaframboð en ekkert varð úr því.

Ekki hefur náðst í Þorgerði Katrínu í dag.